Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. 8.8.2023 20:07
Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. 7.8.2023 20:04
Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6.8.2023 23:05
Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. 6.8.2023 20:30
Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund. 5.8.2023 21:05
Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. 5.8.2023 14:01
Nautin Bubbi Morthens, Helgi Björns, Aron Can, Stebbi Jak og Páll Óskar Bubbi Morthens, KK, Aron Can, Helgi Björn, Stebbi Jak, Páll Óskar og Herra Hnetusmjör láta fara vel um sig á grösugum túnum á sveitabæ á Suðurlandi. Hér erum við reyndar að tala um naut, sem öll bera nöfn þekktra tónlistarmanni. 3.8.2023 20:31
Tók út tíu klukkustunda refsingu í sundlauginni á Selfossi Eyrbekkingur fékk heldur betur að kynnast sundlauginni á Selfossi í dag því hann þurfti að vera þar í 10 klukkutíma, sem refsing í vinsælum fótboltaleik. Eyrbekkingurinn naut þó lífsins með sína rúsínuputta en hann skiptist á að fara í rennibrautina, í heitu pottana og synda í lauginni. 2.8.2023 20:05
Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1.8.2023 20:31
33 konur af erlendum uppruna á ljósmyndum á Hvammstanga Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. 31.7.2023 21:05