Ástarvettlingar og bjórvettlingar á Laugarbakka Ástarvettlingar og bjórvettlingar hafa rokið út í sumar hjá handverkshúsinu Löngufit á Laugarbakka í Miðfirði þar sem kennir ýmissa grasa. Á staðnum er líka kaffihús og vinsælt tjaldsvæði. 30.7.2023 20:30
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga stefnir á stórfellda skógarplöntuframleiðslu Kaupfélag Vestur–Húnvetninga skoðar nú þann möguleika að fara út í stórfellda skógarplöntuframleiðslu með því að reisa hátækni gróðrarstöð, sem getur framleitt allt að 15 milljónir plantna árlega. Sveitarstjóri Húnaþings vestra er mjög spenntur fyrir verkefninu og vonar að það verði að veruleika. 30.7.2023 14:32
Rauðir hattar vekja athygli í Jólagarðinum í Eyjafirði Þeir eru flottir strákarnir og stelpurnar, sem vinna við afgreiðslustörf í Jólagarðinum í Eyjafirði með sína rauðu hatta og svuntur og slá alltaf í gegn hjá gestum garðsins með brosi og góðri þjónustu í Epla kofanum. 29.7.2023 20:31
Reykholtshátíð í Reykholti um helgina Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun. 29.7.2023 12:31
Ókeypis íbúðalóðir á Hvammstanga Íbúum fjölgar og fjölgar á Hvammstanga enda tvö ný hverfi í byggingu. Ástæðan er meðal annars sú að lóðir á staðnum eru ókeypis, það er engin biðlisti í leikskólann og þá er næga atvinnu að hafa á Hvammstanga. 28.7.2023 20:05
Prjónar það sem henni er sagt að prjóna Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi 26.7.2023 20:30
Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. 25.7.2023 20:06
Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. 24.7.2023 20:30
Hefur kennt sundleikfimi í sjálfboðavinnu í ellefu ár á Akureyri Það er mikið fjör og góð stemming í sundlauginni á Akureyri alla morgna virka daga klukkan 10:30 því þá er ókeypis sundleikfimi fyrir bæjarbúa og gesti laugarinnar. 23.7.2023 21:17
Um 1200 hjólreiðakeppendur á Hvolsvelli Hjólreiðakeppnin „The Rift“ fer fram á Hvolsvelli og nágrenni um helgina. Keppnin var fyrst haldin árið 2019 og hefur farið ört stækkandi. Nú taka þátt 1200 keppendur sem hjóla 100 eða 200 km leið frá Hvolsvelli, inn á Fjallabak og til baka. Mikið umstang fylgir slíkri keppni og þessum 1200 keppendum fylgir annað eins af aðstoðar- og stuðningsfólki. Því er ljóst að margt verður um manninn og mikið líf á Hvolsvelli alla helgina. 22.7.2023 13:43