Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum og hennar starfsfólk eiga heiður skilinn fyrir hvað höfnin er snyrtileg og falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira