Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Leikkonan Halle Berry hefur svarað yfirlýsingum fyrrverandi eiginmanns síns, Davids Justice, um skilnað þeirra árið 1997. Justice sagði nýlega að slitnað hefði upp úr hjónabandi þeirra vegna væntinga hans til heimilisstarfa hennar. 15.8.2025 15:57
Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. 15.8.2025 13:26
Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. 15.8.2025 11:50
Stefán Kristjánsson er látinn Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbóndi frá Grindavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. ágúst, 61 árs að aldri. 15.8.2025 10:29
Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. 15.8.2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. 15.8.2025 08:15
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Hallgrímur Helgason hrinti af stað mikill umræðu um skyr á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði borðað sveitaskyr frá Erpsstöðum og spurði í kjölfarið hvernig Íslendingar hefðu glutrað niður þessu gamla skyri. Fjölmargir syrgja gamla skyrið. 14.8.2025 14:41
Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Myndefni úr nýrri heimildarmynd um Kanye West, sem var tekin upp yfir sex ára tímabil, sýnir hvernig molnaði undan hjónabandi hans við Kim Kardashian samhliða versnandi andlegri heilsu hans. 14.8.2025 14:01
Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. 14.8.2025 11:16
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14.8.2025 10:07