Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mamma Gurru gríss gýtur í sumar

Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg.

Segja upp samningum 2.300 fé­lags­manna sem vinna á hjúkrunarheimilum

Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí.

„Við þurfum ein­hvers staðar að draga saman á móti“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi.

Ása Steinars á von á barni

Ása Stein­ars, áhrifavaldur og ferðaljós­mynd­ari, og eig­inmaður henn­ar, Leo Als­ved, eiga von á sínu öðru barni.

„Að gera þetta svona rétt fyrir sauð­burð þykir okkur mjög grimmi­legt“

Dýraverndunarsinni gagnrýnir að Matvælastofnun sendi um 200 kindur af bænum Höfða í Þverárhlíð til slátrunar rétt fyrir sauðburð. Tímasetning aðgerðanna sé grimmileg. Yfirdýralæknir segir Matvælastofnun ekki tjá sig um einstaka mál en segir þó að loks sjái fyrir endann á krónísku dýravelferðarmáli í Borgarfirðinum.

Sendu skrið­dreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár

Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur.

Bobbingastaður í bobba

Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum.

Einar og Milla eiga von á barni

Einar Þorsteinsson, fráfarandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4, eiga von á barni. 

Sjá meira