Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. 8.3.2025 14:30
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8.3.2025 11:35
Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. 8.3.2025 10:18
Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Jói Kjartans tók þúsundir mynda af kærustu sinni yfir tólf ára tímabil. Þegar sambandinu lauk vissi hann ekki hvað ætti að gera við myndirnar. Á samsýningunni Störu í Gerðarsafni má sjá brot af af myndunum en Jói stefnir einnig að því að gefa þær út í ljósmyndabók. 8.3.2025 09:02
Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn. 7.3.2025 15:33
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7.3.2025 12:29
Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Eftir afdrifaríkan fund Úkraínuforseta með ráðamönnum Bandaríkjanna í Hvíta húsinu á föstudag hafa myndir af skrumskældum og afar þrútnum JD Vance farið eins og eldur í sinu samfélagsmiðla. 7.3.2025 11:17
Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum. 6.3.2025 15:14
Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Rán Flygenring voru verðlaunaðar í þremur ólíkum flokkum. 6.3.2025 15:04
Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6.3.2025 12:04