Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin

Ný stjórn FKA framtíðar, sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, var kosin á aðalfundi deildarinnar á dögunum. Kosið er til tveggja ára í senn. Markmið deildarinnar er að vera stuðningsnet og stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun fyrir konur.

Hjör­var nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Taktikal

Hjörvar Jóhannesson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþróunar hjá Taktikal. Hann mun bera ábyrgð á viðskiptaþróun, sölu og ráðgjöf til lykilviðskiptavina Taktikal.

Flutti austur á land vegna góða veðursins

Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag.

Banda­rískur frum­kvöðull fjár­festir í ís­lenskri tón­list

Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra.

„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“

Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ.

Svangur svart­björn stal sæta­brauði

Svangur svartbjörn braust inn í bílskúr bakarís í bænum Avon í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Hann hræddi starfsfólk bakarísins sem náði þó að hrekja hann í burtu án þess að neinn slasaðist. Björninn hafði þó á brott með sér nóg af bollakökum sem hann át á bílastæðinu.

„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“

Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút.

Ferða­menn misstu stjórn á bílnum í vindinum

Ferðamenn sem voru á leið yfir Fagradal urðu fyrir svo sterkri vindhviðu að bíll þeirra fauk út af veginum, valt og endaði á hliðinni. Veginum hefur verið lokað vegna veðurs og er appelsínugul viðvörun enn í gildi á Austfjörðum.

Sjá meira