Skilnaðurinn erfiður en sambandið gott í dag Leikarinn, líkamsræktarfrömuðurinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger segir að skilnaður sinn við Mariu Shriver hafi verið erfiður á sínum tíma. Samband þeirra er þó að hans sögn gott í dag. 17.5.2023 11:20
„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. 17.5.2023 09:43
„Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16.5.2023 17:14
Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16.5.2023 16:17
„Fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. 16.5.2023 14:45
Bein útsending: Blaðamannafundur Ursulu og Katrínar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu í dag ræða við blaðamenn, eftir fund þeirra tveggja. 16.5.2023 14:13
Tork gaur: „Glaðasti bíll í heimi“ með aragrúa af ljósum Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er rafmagnsbíllinn Smart #1, fyrsta sinnar tegundar á landinu. 16.5.2023 13:37
Kalla eftir aðgerðum í tengslum við leiðtogafundinn Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun kallar Amnesty eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm atriða sem samtökin hafa fjallað um að undanförnu. Evrópuráðið verði að nýta tækifærið sem fundurinn felur í sér og þrýsta á að aðildarríki efli mannréttindavernd í álfunni. 16.5.2023 12:42
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16.5.2023 12:27
Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. 16.5.2023 10:36