Þorkell og Sævar til SIV SIV eignastýring hf. hefur ráðið til sín Þorkel Magnússon sem forstöðumanns sjóðastýringar og Sævar Haraldsson sem sjóðstjóra skuldabréfasjóða. Félagið bíður nú starfsleyfis sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar. 18.4.2023 09:46
Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli. 16.4.2023 17:38
„Móðir mín er bara saklaus í hjartanu að gefa barninu hlaup“ Fimm ára stúlka á Selfossi var hætt komin á dögunum eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa fullan af kannabisefnum. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til að vera vel á verði. Málið er óupplýst. 16.4.2023 17:24
Tímamót í viðskiptum með fasteignir Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu. 16.4.2023 16:00
Arent Orri nýr formaður Vöku Ný stjórn Vöku, hagsmunafélags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins í gær. Arent Orri Jónsson lögfræðinemi var kjörinn nýr formaður félagsins en hann tekur við keflinu af Viktori Pétri Finnssyni. 16.4.2023 14:57
Fjöldaskotárás í afmælisveislu í Alabama Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri. 16.4.2023 14:43
Í kossaflensi einu og hálfu ári eftir sambandsslitin Svo virðist vera sem ástin sé búin að kvikna aftur hjá tónlistarfólkinu Shawn Mendes og Camilla Cabello þar sem þau sáust kyssast á Coachella tónlistarhátíðinni í gær. Það vakti mikla athygli fólks sökum þess að Mendes og Cabello hættu saman fyrir um einu og hálfu ári síðan. 16.4.2023 12:17
Rændi banka til að fjármagna kvikmynd Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu. 16.4.2023 09:56
„Á endanum hafði Arnar minn ekki kraftinn til að standa af sér þennan storm“ Samúel Ívar Árnason, bróðir Stefáns Arnars Gunnarssonar, hefur á undanförnum vikum reynt að fá svör við því hvers vegna saga bróður hans endaði með þeim hætti sem hún gerði. Arnar fannst látinn fyrir tveimur vikum en þá hafði hans verið leitað í um mánuð. 15.4.2023 17:32
Gamall Volvo brann til kaldra kola í Kópavogi Eldur kom upp í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu brann bíllinn til kaldra kola en um var að ræða gamlan bíl frá Volvo. 15.4.2023 15:46