Játa að hafa orðið tólf ára stúlkunni að bana Tvær stúlkur, tólf og þrettán ára gamlar, játuðu að hafa orðið annarri tólf ára stúlku að bana í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar síðastliðinn laugardag og fannst hún svo látin síðdegis daginn eftir. 14.3.2023 17:14
Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. 14.3.2023 16:28
Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. 14.3.2023 14:38
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14.3.2023 13:44
Tólf og þrettán ára grunaðar um að hafa myrt jafnöldru sína Síðastliðinn laugardag hvarf tólf ára gömul stúlka í bænum Freudenberg í vesturhluta Þýskalands. Stúlkan fannst látin daginn eftir en talið er að hún hafi verið myrt. Tvær jafnöldrur stúlkunnar eru grunaðar um morðið. 14.3.2023 13:17
Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14.3.2023 11:26
Fannst sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám. 14.3.2023 10:26
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13.3.2023 16:37
Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13.3.2023 14:43
Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13.3.2023 13:51