Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11.2.2019 19:00
Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8.2.2019 18:34
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7.2.2019 19:00
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6.2.2019 19:00
Pólverjar frjósamari á Íslandi Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega. 5.2.2019 21:45
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27.1.2019 18:45
„Ég held að það þekki allir að minnsta kosti einn vændiskaupanda“ Íslensk kona á fimmtugsaldri sem stundaði vændi í Reykjavík um árabil segir þekkta og valdamikla menn meðal þeirra sem kaupi sér vændi hér á landi. 27.1.2019 14:15
Segir fréttaflutning af fjölgun HIV-smita villandi Stór hópur nýsmitaðra í farsóttafréttum landlæknis skýrist af útlendingum, sem nú þegar eru smitaðir, og flytja hingað til lands. 27.1.2019 13:15
Segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki nota geðveikisstimpil Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum segir gerendur kynferðisofbeldis oftar en ekki bera það fyrir sig að þolandinn sé veikur á geði til þess að rýra trúverðugleika þeirra. Samfélagið taki því of oft sem heilögum sannleik og trúi ekki þolendanum. 26.1.2019 20:00
Pólskir foreldrar hafa kært barnaverndarnefnd Börnin eru enn í umsjá yfirvalda þrátt fyrir að foreldrum hafi verið dæmd forsjá í Landsrétti. Pólska sendiráðið segir málið alvarlegt og að verið sé brjóta á pólskum borgurum. 26.1.2019 19:15