Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30.12.2018 11:54
Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29.12.2018 21:15
Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. 28.12.2018 19:00
Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. 26.12.2018 19:00
Púlsinn tekinn á ferðamönnum í miðbæ Reykjavíkur á jóladag Miðbær Reykjavíkur var fullur af ferðamönnum í dag sem voru ánægðir með að eyða jólunum hér á landi. 25.12.2018 23:44
Þjófur sérhæfður í innbrotum í bílaleigubíla veldur lögreglu vanda Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. 25.12.2018 23:40
Meira að gera hjá lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna Áður fyrr voru nánast öll veitingahús lokuð á aðfangadagskvöld. Breyting hefur orðið þar á með fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands. 25.12.2018 13:33
Segir minna um að konur fari heim um jól af meðvirkni við ofbeldismann Framkvæmdastjýra Samtaka um kvennaathvarf segir að nóg hafi verið um að vera í athvarfinu síðustu daga en tuttugu íbúar dvelja þar yfir jólin. 25.12.2018 12:23
Allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum Biðlistar hjá barnatannlæknum bitna helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. 23.12.2018 21:15
Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18.12.2018 19:00