Börn senda nektarmyndir á lokaða hópa á Snapchat Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. 17.12.2018 19:15
Færri mál bíða hjá kynferðisbrotadeild þrátt fyrir fleiri kærur Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. 13.12.2018 22:00
Þriðjungur kvenna sem leitar til Stígamóta eru fatlaðar Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. 13.12.2018 18:48
Segir dómstóla gefa kynferðisbrotamönnum afslátt á refsingu Ákærusvið lögreglunnar hefur áhyggjur af stöðunni. 12.12.2018 19:30
Grunur um að fleiri en fimmtíu karlar hafi keypt vændi af fatlaðri konu Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. 12.12.2018 18:30
Lögreglan rannsakar þaulskipulögð tryggingasvik: "Senda menn til Íslands til þess að sviðsetja slys“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þaulskipulögð fjársvik sem beinast gegn tryggingafélögunum og gætu hlaupið á tugum milljóna. Grunur leikur á að erlendir glæpahópar sendi menn til landsins til þess að sviðsetja árekstra og svíkja þannig fé af tryggingafélögunum. 6.12.2018 19:30
Mun færri Kínverjar slasast í umferðinni Kínverskum ferðamönnum og ungu fólki sem slasast í umferðinni hér á landi hefur fækkað verulega. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir gríðarlegum árangri hafa náðst með aukinni fræðslu og forvörnum. 5.12.2018 20:00
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5.12.2018 19:00
Skortur á eftirliti með eineltismálum Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. 26.11.2018 23:25
Hafa áhyggjur af því að veip sé farið að leiða til grasreykinga Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. 26.11.2018 19:00