fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021 og sá um fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Nýjustu greinar eftir höfund

Börn senda nektarmyndir á lokaða hópa á Snapchat

Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna.

Mun færri Kínverjar slasast í umferðinni

Kínverskum ferðamönnum og ungu fólki sem slasast í umferðinni hér á landi hefur fækkað verulega. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir gríðarlegum árangri hafa náðst með aukinni fræðslu og forvörnum.

Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana

Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir.

Skortur á eftirliti með eineltismálum

Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum.

Hafa áhyggjur af því að veip sé farið að leiða til grasreykinga

Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir.

Sjá meira