Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2018 19:00 Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira