Hafa áhyggjur af því að veip sé farið að leiða til grasreykinga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 19:00 Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00
Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00
Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30