Hafa áhyggjur af því að veip sé farið að leiða til grasreykinga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 19:00 Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00
Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00
Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30