Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins

Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi.

Katrín dustar rykið af visku sinni

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands býður áhugasömum að kynnast sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi. Hún heldur námskeið um helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og segist hlakka til að dusta rykið af visku sinni frá því áður en hún varð stjórnmálamaður.

Emilia Pérez með met margar til­nefningar til Óskars

Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar.

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Er­lend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina

Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer.

Harry fær af­sökunar­beiðni

Harry Bretaprins hefur fallist á sátt í málaferlum sínum gegn útgefanda breska götublaðsins The Sun. Hann stefndi útgefandanum og sakaði blaðið um að hafa aflað sér upplýsinga um hann og fjölskyldu hans með ólögmætum hætti frá 1996 til 2011.

Baldoni birtir mynd­band af tökum á um­deildu at­riði

Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar.

Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin

Baltasar Kormákur leikstjóri segir að gróðureldar í Los Angeles hafi sett strik í reikninginn vegna kynningarstarfs á kvikmyndinni Snertingu fyrir Óskarsakademíuna. Tilkynnt verður á fimmtudag hvort myndin verði á lista erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til verðlaunanna en Baltasar fær ekkert að vita fyrr en á sama tíma og allir aðrir. Sérstök hátíðarsýning á myndinni fer fram í Kringlunni á fimmtudag.

Kennir ó­prúttnum aðila um Instagram að­förina að eigin­konunni

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hætti um stund að fylgja eiginkonu sinni Hailey Baldwin á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá fylgir hann tengdaföður sínum ekki lengur á miðlinum, Hollywood stjörnunni Stephen Baldwin. Hann segir að einhver hafi brotist inn á aðganginn og hætt að fylgja eiginkonunni.

Sjá meira