Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. 13.9.2025 14:16
„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. 13.9.2025 12:01
Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið. 9.9.2025 21:01
„Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. 9.9.2025 12:01
Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. 8.9.2025 21:02
Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Á dögunum keyrðu þrír mótorhjólamenn á miklum hraða um reiðhjólastíg í Fossvogi og styttu sér þannig leið á háannatíma í síðdegisumferðinni. Lögregla segir málið litið alvarlegum augum. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir atvikið ekki einsdæmi, líkt og kom í ljós þegar fréttamaður fór á vettvang í dag. 2.9.2025 21:22
Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. 2.9.2025 19:34
Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. 2.9.2025 13:30
„Og Rakel er á lausu!“ Árlegt freyðivínshlaup í Elliðarárdalnum fór fram í gærkvöldi en þar klæðast keppendur sumarkjólum og dreypa á víni á milli þess sem þeir hlaupa fimm kílómetra leið. 2.9.2025 09:27
Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. 1.9.2025 23:17