Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23.8.2023 10:29
Heitt vatn aftur komið á í Hafnarfirði og Garðabæ Heitt vatn er aftur komið á í Hafnarfirði og í Garðabæ, allt kerfið og ættu allir íbúar að hafa fengið fullan þrýstin á vatnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 23.8.2023 09:43
Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. 21.8.2023 07:00
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20.8.2023 17:46
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20.8.2023 16:19
Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20.8.2023 16:04
Marinó hættir sem forstjóri Kviku Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. 20.8.2023 14:44
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20.8.2023 12:49
Hálendið, pólitíkin og staða flóttafólks í Sprengisandi Hálendið og framtíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd en hefur lent á götunni verða til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 20.8.2023 09:32
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19.8.2023 23:31