Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög. 7.12.2024 20:00
Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Strákarnir í Chess After Dark standa fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fer fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mætast þar. 7.12.2024 13:33
Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Tilfinningarnar báru stórleikarann Ólaf Darra Ólafsson nær ofurliði þar sem hann kynnti innslag um Silu, unga stúlku frá Gaza, í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss sem nú er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. 6.12.2024 21:30
Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Fannar Sveinsson og Sandra Barilli, grínstjórar og kynnar í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss, heimsóttu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í innslagi þáttarins sem sýndur er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans í kvöld. 6.12.2024 21:01
Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár. 6.12.2024 14:15
Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Nanna Kristjánsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf og afrek á sviði menntamála á verðlaunaathöfn á vegum JCI hreyfingarinnar sem fram fór í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal í gær. 6.12.2024 10:28
Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan. 6.12.2024 07:02
Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember. 5.12.2024 20:03
Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Kraumsverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 5.12.2024 15:24
Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar. 5.12.2024 14:32