Orbán hyggst óvænt heimsækja Úkraínu Búist er við því að Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands heimsæki Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í vikunni. Orban hefur verið sá leiðtogi innan Evrópusambandsins sem hefur haft mestar efasemdir um fjárstuðning sambandsins við Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. 1.7.2024 23:50
Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda. 1.7.2024 23:31
Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. 1.7.2024 23:13
„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 1.7.2024 23:04
Ríkisstjórn ekki verið óvinsælli frá tíð Geirs Haarde Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er sú óvinsælasta frá því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde var við völd. Stuðningurinn við ríkisstjórnina hefur dalað jafnt og þétt undanfarna mánuði og mælist nú tæplega 28 prósent, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. 1.7.2024 21:13
Mál Yazans vekur athygli erlendra fjölmiðla Mál Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm sem búið er að ákveða að vísa úr landi, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla á borð við Al Jazeera. 1.7.2024 20:29
Stúlkur úr Listdansskóla Íslands hrepptu heimsmeistaratitil Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag. 1.7.2024 19:53
Tinna Brá og Ari Eldjárn færðu fertugsafmælið út á sjó Tinna Brá Baldvinsdóttir helt upp á fertugsafmæli sitt á laugardag. Fyrst á Reykjavík Röst, áður en gestum boðið út á höfn þar sem snekkja beið þeirra. Tinna Brá þakkar kærasta sínum Ara Eldjárn fyrir að gera afmælið ógleymanlegt. 1.7.2024 19:21
VG mælist enn úti af þingi og Samfylkingin dalar Vinstri græn mælast með 4 prósenta fylgi og fylgi Samfylkingarinnar dalar mest í nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Miðflokkurinn bætir mestu við fylgi sitt og mælist með 14,5 prósent fylgi. 1.7.2024 18:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1.7.2024 18:30