„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. 5.12.2023 18:54
Tæplega þúsund bændur fá 1,6 milljarð í styrk Áætlað er að stuðningur sem nemur alls 1.600 milljónum króna verði geiddur til 982 bænda, sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands, fyrir árslok 2023. 5.12.2023 17:45
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. 5.12.2023 17:26
Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. 28.11.2023 00:23
„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. 27.11.2023 23:24
Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna hnífstungunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum vegna hnífstunguárásarinnar sem framin var í Grafarholti í Reykjavík á föstudagsmorgun. Alls voru fimm handteknir en fjórum þeirra hefur verið sleppt. 27.11.2023 22:29
Heppni að ekki fór verr Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. 27.11.2023 21:53
Enn kvikuþrýstingur og hrinan kom á óvart Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. 27.11.2023 18:52
Keppendur Squid Game vilja bætur vegna meiðsla Keppendur í raunveruleikaþáttum í anda Squid Game þáttanna vinsælu ætla sér að sækja skaðabætur vegna meiðsla sem þau hafa orðið fyrir við tökur þáttanna. 27.11.2023 00:04
Fengu á baukinn fyrir að neita fatlaðri konu um útgáfu skilríkja Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja braut jafnréttislög með því að synja fatlaðri konu um útgáfu á rafrænum skilríkjum og neita henni um viðeigandi aðlögun. 26.11.2023 23:22