Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:15 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var. Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira