Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu. 2.10.2023 21:37
Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. 2.10.2023 20:21
Tómas H. Heiðar nýr forseti Alþjóðlega hafréttardómsins Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032. 2.10.2023 18:47
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. 2.10.2023 17:51
Keyrði á 84 í nágrenni skóla og bíður ákæru Maður á yfir höfði sér ákæru eftir að hafa keyrt á 84 kílómetra hraða í nágrenni grunnskóla, þar sem leyfður hámarkshraði er 30. 2.10.2023 17:24
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. 1.10.2023 22:49
Vegurinn illa farinn eftir fjórtán tonna hertrukk Land í Þjórsárverum er illa farið eftir að þýskur ferðamaður ók fjórtán tonna hertrukk þar yfir og festist. Myndbönd sem ferðamaðurinn birti á netinu hafa vakið athygli. 1.10.2023 21:55
PKK lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásinni Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK hefur lýst ábyrgð á sprengjuárás sem var framin fyrir utan innanríkisráðuneyti Tyrklands í höfuðborginni Ankara í morgun. Innanríkisráðherrann segir ljóst að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 1.10.2023 20:43
Samrunaviðræður Eikar og Reita í strand Fasteignafélögin Eik og Reitir hafa hætt viðræðum um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja. 1.10.2023 19:21
Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. 30.9.2023 14:25