Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. 22.10.2024 22:43
Guðmundur Hrafn leiðir sósíalista í Norðvesturkjördæmi Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, mun leiða lista sósíalista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. 22.10.2024 21:32
Óttast ekki brotthvarf reynslumikilla þingmanna Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óttast ekki brotthvarf reynslumikilla þingmanna Sjálfstæðisflokksins og segir endurnýjun eðlilegan hluta af aðdraganda kosninga. 22.10.2024 20:36
Flokkar sem sitji hjá séu ekki í stöðu til að setja skilyrði Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Forsætisráðherra segir að þeir flokkar sem ætli sér að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í neinni stöðu til að setja skilyrði. 22.10.2024 19:38
Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna. 22.10.2024 17:58
Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi námu 6.955 milljónum króna samanborið við 6.501 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jukust því um 7 prósent. Tekjur á kjarnaþjónustum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust einnig um rúmlega þrjú prósent milli tímabila. 22.10.2024 17:41
Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. 22.10.2024 17:19
Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 20.10.2024 16:18
Bjarkey gefur ekki kost á sér Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér í komandi kosningum til Alþingis. 20.10.2024 15:23
Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. 20.10.2024 15:15