Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé. 26.12.2025 18:17
Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Strætóbílstjóri sem ekur leigubíl í hjáverkum margbætti jól ungs þýsks drengs og fjölskyldu hans með því að koma til hans heyrnartólum sem hann hafði gleymt í leigubíl á leiðinni á Keflavíkurflugvöll, alla leiðina til Hamborgar. 26.12.2025 17:50
Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans. 25.12.2025 23:13
Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu. 25.12.2025 21:27
Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Miðflokkurinn tapaði rúmum 130 milljónum króna á árinu 2024. Flokkurinn stóð uppi með neikvætt eigið fé eftir kosningaárið. Skuldir jukust umtalsvert en í leiðinni fjárframlög lögaðila til flokksins. 25.12.2025 21:01
Fær íshellaferð ekki endurgreidda Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst. 25.12.2025 20:05
Umferðin róleg í kirkjugörðunum Bílaumferð við kirkjugarða höfuðborgarinnar gekk smurt fyrir sig yfir jólin og lögregla hefur ekki þurft að hafa afskipti af ökumönum í kirkjugarðsheimsóknum. 25.12.2025 18:54
Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Rússar stefna að enduropnun leikhússins í Maríupól fyrir áramót. Leikhúsið er ein táknmynda hryllingsins sem fylgt hefur innrás Rússlands í Úkraínu eins og raunar borgin öll. 25.12.2025 18:31
Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Anna Rakel Ólafsdóttir hélt vægast sagt veglega skötuveislu í Haag í Hollandi þar sem hún er búsett á Þorláksmessu. Hún hafði pantað sex hundruð grömm af skötu fyrir þá fáu fjölskyldumeðlimi sem bera sér skötu til munns en barst sex þúsund grömm. 25.12.2025 17:47
Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Þorláksmessan er mörgum dagur síðustu handtaka og óyfirstrikaðra lista. Verslanir borgarinnar eru opnar og fullar af fólki langt fram eftir kvöldi. Klakalagðar götur miðbæjarins eru troðnar og slabbið spýtist upp undan hjólbörðunum á helstu umferðaræðum, enda jólin á morgun og alltaf er eitthvað sem eftir á að gera. Í öllu áreitinu ber nafn Þorláks helga oft á góma, oft bara lesið upp af Vísindavefnum af símaskjám sem svar við spurningunni: „Hver var þessi Þorlákur eiginlega sem gaf deginum í dag nafn sitt?“ 23.12.2025 10:03