Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. 3.1.2025 13:49
Þungt haldinn á gjörgæslu Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. 3.1.2025 13:29
Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði formenn ríkisstjórnaflokkanna loðna í svörum um stjórnarskrárákvæði um gjald af nýtingu auðlinda í þjóðareign. Hann segir nýja ríkisstjórn ósamstíga í málaflokknum. 3.1.2025 13:07
Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Sprenging um borð í flutningaskipi í eigu hins færeyska Smyril Line dró mann til dauða. Skipið lá við bryggju í Hirtshals á Jótlandi þegar sprengingin varð í gærkvöldi. 3.1.2025 10:07
Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. 26.12.2024 16:36
Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft. 26.12.2024 15:15
Alvarlegt bílslys í Öræfum Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum. 26.12.2024 13:45
Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks. 26.12.2024 12:07
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26.12.2024 11:42
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26.12.2024 10:21