„Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Það er auðvelt að hafa gaman af spjallinu við nýjan forstjóra Advania: Hildi Einarsdóttur. Því hún hlær oft, talar hratt og á auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. 25.5.2025 08:02
Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma. 24.5.2025 10:02
Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Við þekkjum öll orðatiltækið: Að láta verkin tala. Sem er reyndar nokkuð vinsælt orðatiltæki og rímar vel við þá sannfæringu fólks um að einbeita sér frekar að því að gera vel í vinnu en að láta taka eftir sér. 23.5.2025 07:03
Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á „Það eru auðvitað þessi ofbeldismál og stóru erfiðu mál sem valda álagi, sérstaklega á lögreglumenn sem eru á vaktinni,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). 22.5.2025 07:00
Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20.5.2025 07:02
„Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara. 19.5.2025 07:00
50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18.5.2025 08:00
Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum. 17.5.2025 10:01
Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. 16.5.2025 07:02
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15.5.2025 07:04