fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa

Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma.

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni

Við þekkjum öll orðatiltækið: Að láta verkin tala. Sem er reyndar nokkuð vinsælt orðatiltæki og rímar vel við þá sannfæringu fólks um að einbeita sér frekar að því að gera vel í vinnu en að láta taka eftir sér.

Mannauðsmál lög­reglunnar: Ljótu málin taka á

„Það eru auðvitað þessi ofbeldismál og stóru erfiðu mál sem valda álagi, sérstaklega á lögreglumenn sem eru á vaktinni,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH).

Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast”

„Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Að sofna yfir sjón­varpinu á kvöldin telst ekki með

Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum.

„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitt­hvað“

„Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær.

Sjá meira