Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni David Nielsen er nýr þjálfari Horsens í dönsku B-deild karla í knattspyrnu. Galdur Guðmundsson gekk nýverið til liðs við félagið eftir að hafa verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn undanfarin ár. 2.3.2025 08:00
Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Stór breyting verður gerð á knattspyrnulögunum. Mun hún taka gildi í stóru deildum Evrópu á næstu leiktíð. Nú mega markverðir aðeins halda á knettinum í átta sekúndur. Ef lengri tími líður mun andstæðingurinn fá hornspyrnu. 2.3.2025 07:01
Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Að venju eru nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 12 beinar útsendingar á dagskrá. 2.3.2025 06:02
Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hreint út sagt frábært mark þegar lið hans Al Orubah vann frægkinn 2-1 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í efstu deild Sádi-Arabíu. 1.3.2025 23:30
Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1.3.2025 22:47
Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. 1.3.2025 22:04
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1.3.2025 19:30
Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Napoli og Inter gerðu 1-1 jafntefli í toppslag Serie A, efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. 1.3.2025 19:08
Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Englandsmeistarar Manchester City lentu í ákveðnum vandræðum þegar Plymouth Argyle mætti til Manchester í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk gestanna. 1.3.2025 17:17
„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. 1.3.2025 17:05