Hefur Amorim bætt Man United? Þegar Manchester United réð Rúben Amorim var ljóst að liðið var að horfa til framtíðar. Það var hins vegar eflaust búist við betri árangri en hann hefur náð til þessa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Portúgalinn hafi bætt lið Rauðu djöflanna á einn eða annan hátt. 1.3.2025 09:02
Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Enska bikarkeppni karla í knattspyrnu, sú elsta og virtasta, heldur áfram í dag og er meðal þess sem sýnt er beint frá á rásum Stöðvar 2 Sport. Nóg er um að vera og þar má til að mynda nefna Körfuboltakvöld sem færir sig frá föstudegi til laugardags. 1.3.2025 06:02
Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla. 28.2.2025 23:00
Embiid frá út leiktíðina Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki spila meira á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. 28.2.2025 22:46
Asensio skaut Villa áfram Úrvalsdeildarlið Aston Villa er komið í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Cardiff City sem leikur í ensku B-deildinni. 28.2.2025 22:08
Albert kom við sögu í naumum sigri Framherjinn Albert Guðmundsson kom við sögu í 1-0 sigri Fiorentina á Lecce í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu. Þórir Jóhann Helgason kom einnig inn af bekknum í liði gestanna. 28.2.2025 21:50
Bayern kom til baka gegn Stuttgart Bayern München vann 3-1 útisigur á Stuttgart eftir að lenda marki undir þegar liðin mættust í efstu deild þýska karlafótboltans. 28.2.2025 21:35
Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Þór Þorlákshöfn vann hádramatískan sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Bónus deild karla í körfubolta, lokatölur 94-91. 28.2.2025 21:24
Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri Al Orubah á Al Nassr í efstu deild Sádi-Arabíu. Cristiano Ronaldo lék allan leikinn fyrir Al Nassr en komst ekki á blað. 28.2.2025 21:00
Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Fortuna Düsseldorf varð af gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í efstu deild þýska fótboltans þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Greuther Fürth. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark heimaliðsins. 28.2.2025 19:31