Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætlar sér að koma böndum á sjón­varps­stöðvar

Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum.

Segja á­rásina hafa beinst gegn ICE

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra.

Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas

Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi.

Kenna Trump-liðum um bæði rúllu­stigann og textavélina

Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann.

Ekki pappírstígur heldur al­vöru björn

Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð.

Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna

Eldar Ástþórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Faxaflóahafna en þangað fór hann frá CCP. Þar starfaði Eldar að kynningar- og markaðsmálum í yfir áratug og síðustu ár sem aðal vörumerkjastjóri. Hann hefur þar að auki leitt markaðs- og kynningarstörf hjá Iceland Airwavex, nýsköpunarfyrirtækinu Gogoyoko og Forlaginu.

Gagn­rýndi allt og alla í langri og slit­róttri ræðu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“.

Bein út­sending: Trump á­varpar alls­herjar­þingið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu.

Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina

Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur lagt hald á búnað sem gæti hafa verið notaður til að setja símkerfið í New York, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram, á hliðina. Hald var lagt á rúmlega hundrað þúsund SIM-kort og um þrjú hundruð vefþjóna, sem gætu hafa verið notaðir til að senda þrjátíu milljón smáskilaboð á mínútu.

Vara við svikapóstum frá Ríkis­skatt­stjóra

Netþrjótar hafa verið að senda út svikapósta í nafni Ríkisskattstjóra og varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að opna hlekki í þeim póstum. Þar er verið að reyna að plata fólk til að opna rafræn skilríki.

Sjá meira