Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum. 16.12.2024 10:55
Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. 16.12.2024 09:46
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13.12.2024 16:18
Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Verðlaunahátíðin Game awards fóru fram í tíunda sinn í gær. Þar voru helstu leikir þessa árs heiðraðir en einnig var hitað upp fyrir leiki næstu ára. Þó nokkrir leikir voru kynntir til sögunnar í fyrsta sinn með stiklum. 13.12.2024 14:46
Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Seinheppinn maður í Fall River í Massachusetts í Bandaríkjunum varð fyrir því óláni í vikunni að festast í skorsteini. Þangað stakk hann sér á flótta undan lögregluþjónum, sem þurftu í kjölfarið að koma honum til bjargar með hjálp slökkviliðsmanna. 13.12.2024 13:21
Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur opinberað nýjan forsætisráðherra. Sá er Francois Bayrou og er leiðtogi hins miðjusinna flokks MoDem. 13.12.2024 11:55
Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13.12.2024 11:23
Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil. 13.12.2024 10:26
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12.12.2024 16:32
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12.12.2024 14:11
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent