Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reyndi að fá bólu­efni gegn Covid úr um­ferð á versta tíma

Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri.

Landið mest allt gult í dag

Gular viðvaranir hafa tekið gildi eða munu taka gildi seinna í dag um stærstan hluta landsins. Von er á nokkuð hvassri austan- og norðaustanátt í dag og gæti orður stormur eða rok syðst á landinu.Þá er von á úrkomu á austanverðu landinu í dag, slyddu eða snjókomu, og á hún að aukast töluvert seinnipartinn.

Vaktin: Vopna­hlé tekur gildi á Gasa

Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.

Snarpur skjálfti við Trölla­dyngju

Snarpur jarðskjálfti mældist við Trölladyngju á Reykjanesskaga í dag. Skjálftinn var 3,3 að stærð og greindinst hann á mælum klukkan 13:45 í dag. Þá hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum.

Margir al­var­lega slasaðir á skíða­svæði á Spáni

Tugir eru slasaðir og þar af minnst sautján alvarlega eftir að stólalyfta féll á skíðasvæði á Spáni. Í einhverjum tilfellum er fólk sagt hafa hrapað fimmtán metra til jarðar en engar fregnir hafa borist af dauðsföllum.

Hæsta­réttar­dómarar skotnir til bana í Tehran

Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina.

Sam­þykktu vopna­hlé en fram­tíðin ó­ljós

Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag.

Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum

Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt og var talsverður erill hjá lögregluþjónum. Einn ökumaður reyndi að stinga lögregluþjóna af í miðbænum og hófst eftirför. Þegar hann hafði verið króaður af reyndi ökumaðurinn að hlaupa undan lögregluþjónum en var stöðvaður.

Sjá meira