Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eykur fjár­út­lát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Staða Sinaloa slæm eftir blóðug á­tök

Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó.

Valdi dauða með af­töku­sveit

Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn.

Slökkvi­liðs­menn felldu samninginn

Meðlimir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa fellt kjarasamning sem samninganefndir sambandsins og sveitarfélaga gerðu fyrr í þessum mánuði. Þá höfðu viðræður staðið yfir í tæpa fimmtán mánuði og stefndi í verkfall.

GameTíví: Erfið fjall­ganga hjá strákunum

Strákarnir í GameTíví ætla í fjallgöngu í kvöld. Í leiknum Human Fall Flat munu strákarnir þurfa að vinna saman við að leysa þrautir og komast leiðar sinnir. Það mun líklega ganga mis-vel.

Segir Selenskí á leið til Washington

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Af­tökur á stríðs­föngum sagðar kerfis­bundnar

Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml.

Þjóð­verjar ganga til kosninga um helgina

Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör.

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Sjá meira