Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. 16.2.2025 11:35
Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Hægri sinnaði rithöfundurinn og áhrifavaldurinn Ashley St. Clair, staðfesti á dögunum að hún hefði eignast barn með Elon Musk, auðugasta manni heims. Þetta er þrettánda barn auðjöfursins en St. Clair segist hafa eignast það fyrir um fimm mánuðum síðan. 16.2.2025 10:12
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. 16.2.2025 09:55
Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 16.2.2025 09:31
Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna. 16.2.2025 08:00
Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. 16.2.2025 07:24
Kallar eftir evrópskum her Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð. 15.2.2025 15:01
Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15.2.2025 13:06
Þröstur tekur við Bændablaðinu Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. 15.2.2025 12:12
Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar, enn hafi ekki verið rætt um stólaskipan og þar á meðal borgastjórastólinn. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. 15.2.2025 11:38