Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. 6.11.2025 22:44
Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Hluthafar Tesla hafa samþykkt stærðarinnar launapakka handa Elon Musk, auðugasta manni heims. Pakkinn gæti gert hann allt að 122 billjónum króna auðugri á næsta áratug en það fer eftir því hversu vel honum gengur að stýra fyrirtækinu. 6.11.2025 22:43
Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Útgáfu Grand Theft Auto 6 hefur verið frestað, aftur, og um hálft ár. Nú á leikurinn að koma út þann 19. nóvember á næsta ári en áður var útgáfudagurinn 26. maí. Upprunalega átti leikurinn, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu um árabil, að koma út á þessu ári. 6.11.2025 21:34
Græða á tá og fingri á svikum og prettum Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum. 6.11.2025 21:26
„Samlokumaðurinn“ sýknaður Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. 6.11.2025 20:22
Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum. 6.11.2025 18:52
Tortryggnir í garð tolla Trumps Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga. 5.11.2025 22:30
Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. 5.11.2025 20:40
Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5.11.2025 18:48
Sýn tapaði 239 milljónum Sýn tapaði 239 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem forstjórinn segir hafa verið krefjandi. Fyrirtækið hagnaðist um sautján milljónir á sama tímabili í fyrra en tekjur lækkuðu um 1,6 prósent á milli ára. 5.11.2025 17:21