Fréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Horry: Bucks geta ekki unnið tvisvar í röð

Robert Horry, sem vann sjö NBA titla á sínum tíma með Rockets, Lakers og Spurs, skaut föstum skotum að ríkjandi NBA meisturum Milwaukee Bucks. Horry sagði að Bucks geti ekki unnið titilinn tvisvar í röð.

Smith sendi heimsmeistarann heim í Ally Pally

Gerwyn Price, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, tapaði fyrir Michael Smith í 8 manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Ally Pally þessa dagana. Smith mætir James Wade í undanúrslitunum.

2021 reyndi á Eið Smára sem fagnaði sigri

Eiður Smári Guðjohnsen átti að mörgu leyti erfitt ár árið 2021 eins og lesendur Vísis vita. Hann lætur það hins vegar ekki á sig fá og fagnaði í gær með vindli og færslu á Instagram þar sem hann lýsir yfir sigri.

Snakebite í undanúrslit í Ally Pally

Peter „Snakebite“ Wright kom sér áfram í undanúrslit á Heimsmeistarmótinu í pílukasti eftir frábæran leik við ungstirnið Callan Rydz í Ally Pally í kvöld.

Ráðist á leikmann PSG

Ráðist var á leikmann handboltaliðs Paris Saint-Germain í gærnótt í frönsku höfuðborginni. Leikmaðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Guardiola: Arsenal voru betri

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var mjög sáttur við sigur sinna manna á móti Arsenal í dag. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn.

Elías Rafn hjá Midtjylland til 2026

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, hefur skrifað undir samning við liðið til ársins 2026.

Tuchel ósáttur við ummæli Lukaku

Thomas Thuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var verulega ósáttur við nýleg ummæli Romelu Lukaku framherja liðsins. Lukaku sagði í viðtali í gær að hann væri ósáttur við stöðu sína innan liðsins.

Sjá meira