Horry: Bucks geta ekki unnið tvisvar í röð Robert Horry, sem vann sjö NBA titla á sínum tíma með Rockets, Lakers og Spurs, skaut föstum skotum að ríkjandi NBA meisturum Milwaukee Bucks. Horry sagði að Bucks geti ekki unnið titilinn tvisvar í röð. 2.1.2022 08:01
Dagskráin í dag: NBA, NFL og pílan heldur áfram Það er af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. 2.1.2022 06:00
Smith sendi heimsmeistarann heim í Ally Pally Gerwyn Price, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, tapaði fyrir Michael Smith í 8 manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Ally Pally þessa dagana. Smith mætir James Wade í undanúrslitunum. 1.1.2022 23:35
2021 reyndi á Eið Smára sem fagnaði sigri Eiður Smári Guðjohnsen átti að mörgu leyti erfitt ár árið 2021 eins og lesendur Vísis vita. Hann lætur það hins vegar ekki á sig fá og fagnaði í gær með vindli og færslu á Instagram þar sem hann lýsir yfir sigri. 1.1.2022 22:09
Snakebite í undanúrslit í Ally Pally Peter „Snakebite“ Wright kom sér áfram í undanúrslit á Heimsmeistarmótinu í pílukasti eftir frábæran leik við ungstirnið Callan Rydz í Ally Pally í kvöld. 1.1.2022 21:30
Ráðist á leikmann PSG Ráðist var á leikmann handboltaliðs Paris Saint-Germain í gærnótt í frönsku höfuðborginni. Leikmaðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi. 1.1.2022 20:31
West Ham í fimmta sætið eftir óþarflega nauman sigur West Ham United komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að liðið vann 2-3 sigur á Crystal Palace í síðasta leik dagsins. 1.1.2022 19:30
Guardiola: Arsenal voru betri Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var mjög sáttur við sigur sinna manna á móti Arsenal í dag. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn. 1.1.2022 18:30
Elías Rafn hjá Midtjylland til 2026 Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, hefur skrifað undir samning við liðið til ársins 2026. 31.12.2021 15:20
Tuchel ósáttur við ummæli Lukaku Thomas Thuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var verulega ósáttur við nýleg ummæli Romelu Lukaku framherja liðsins. Lukaku sagði í viðtali í gær að hann væri ósáttur við stöðu sína innan liðsins. 31.12.2021 14:30