Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjöldi vef­síðna lá niðri vegna bilunar

Fjöldi íslenskra og erlendra vefsíðna lágu niðri vegna bilunar hjá netfyrirtækinu Cloudflare. Vefir Alþingis, Stjórnarráðsins og Ríkisútvarpsins voru meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum vegna bilunarinnar.

Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði á­hrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis

Tveggja ára gamall spjallþráður á samfélagsmiðlinum Reddit leiddi til þess að ferðaþjónustufyrirtæki birtist ekki er gervigreindarmállíkan var beðið um tillögur í geira fyrirtækisins. Í spjallþráðnum var að finna slæma umsögn um fyrirtækið en framkvæmdastjóri stafrænnar markaðsstofu segir að um byltingu sé að ræða. Gervigreindin hlusti frekar á hvað fólk sé að segja um fyrirtækin heldur en hvað fyrirtækin sjálf segja.

Grey's Anatomy stjarna með krabba­mein

Leikarinn James Picken Jr., sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Grey's Anatomy, er með krabbamein. Hann segir greininguna ekki hafa komið á óvart.

Hvaða odd­viti er dug­legastur að mæta?

Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta.

Telja ís­lenskuna geta horfið með einni kyn­slóð

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali.

Óttast á­hrifin sem frum­varpið geti haft á Land­spítalann

Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið.

Sjá meira