Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 28.2.2025 11:51
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28.2.2025 11:02
GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. 28.2.2025 10:01
Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Fimm Íslendingar kepptu í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Noregi í dag. Einn þeirra, Fróði Hymer, lenti í vægast sagt leiðinlegu atviki því annar keppandi stal skíðunum hans. 27.2.2025 14:59
„Ég elska að vera á Íslandi“ Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins. 27.2.2025 11:03
Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket. 27.2.2025 10:03
Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn. 27.2.2025 08:00
Sveinn spilar í fimmta landinu Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í. 26.2.2025 13:31
Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn í tæp fjögur ár, þegar liðið mætir Frakklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í Le Mans í kvöld. 25.2.2025 18:58
Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik. 25.2.2025 16:47