Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Afturelding varð í gær fyrsta liðið til að vinna KR í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð, í mögnuðum 4-3 leik í Mosfellsbæ. Fram vann Vestra 1-0 en ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli. Mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. 19.5.2025 09:02
„Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Andrea Kolbeinsdóttir segir að hlaup sitt í Kaupmannahafnarmaraþoninu, sem hún hafði undirbúið sig svo lengi og vandlega fyrir, hafi fljótt breyst í hina mestu martröð. 19.5.2025 08:33
Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Dagur Dan Þórhallsson hefur átt draumadaga undanfarið því viku eftir að hafa orðið pabbi þá skoraði hann í gærkvöld í leik við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. 19.5.2025 08:02
Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scottie Scheffler var tárvotur þegar hann lék lokaholuna á PGA-meistaramótinu í gær enda tilfinningarnar miklar eftir hans fyrsta sigur á mótinu, ári eftir að hann var handtekinn á sama móti. 19.5.2025 06:56
Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Max Verstappen var hársbreidd frá því að stela ráspólnum af Oscar Piastri en náði því ekki og endaði í 2. sæti í tímatökunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn á Imola í dag. 17.5.2025 16:22
Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Eftir að hafa verið fyrir neðan efstu fjögur sætin í þýsku 1. deildinni í fótbolta nánast alla leiktíðina þá tókst Dortmund á síðustu stundu að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í dag, í lokaumferð þýsku deildarinnar. 17.5.2025 15:52
Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Leikmenn FHL neyddust til að klæða sig í varabúninga Stjörnunnar til að geta spilað leik liðanna í Garðabæ í dag, í Bestu deild kvenna í fótbolta. 17.5.2025 15:19
„Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ „Það eru alls konar tilfinningar en fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. En ég er vissulega mjög meðvitaður um ríka ábyrgð sem að hvílir á þessu embætti,“ segir Willum Þór Þórsson eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ með miklum yfirburðum. 17.5.2025 14:57
Daníel tekur við KR Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð. 17.5.2025 14:30
Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Willum Þór Þórsson var í dag kjörinn nýr forseti ÍSÍ, á 77. íþróttaþingi sambandsins. Fimm buðu sig fram í embættið og vann Willum algjöran yfirburðasigur. 17.5.2025 13:19
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent