Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Willum Þór Þórsson var í dag kjörinn nýr forseti ÍSÍ, á 77. íþróttaþingi sambandsins. Fimm buðu sig fram í embættið og vann Willum algjöran yfirburðasigur. 17.5.2025 13:19
Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Keppni á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi hefur verið frestað vegna þrumuveðurs og kylfingum sagt að koma sér í skjól. 17.5.2025 13:15
„Verður stærsti dagur ævi minnar“ Son Heung-min, fyrirliði Tottenham, viðurkennir að tímabilið sé búið að vera lélegt hjá liðinu en það breyti því ekki að hann geti tekið við stórum bikar á miðvikudagskvöld. 17.5.2025 12:32
„Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Það eru smá fiðrildi byrjuð að poppa upp,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir sem er staðráðin í að ljúka sínum handboltaferli sem Evrópubikarmeistari, með því að vinna spænska liðið Porrino í úrslitaleik á Hlíðarenda í dag klukkan 15. 17.5.2025 12:01
„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. 17.5.2025 11:30
Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Real Madrid og Bournemouth opinberuðu í dag það sem legið hefur í loftinu undanfarnar vikur – að miðvörðurinn Dean Huijsen muni ganga í raðir Real í sumar. Hann kemur tímanlega fyrir HM félagsliða. 17.5.2025 10:48
Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni. 17.5.2025 10:00
Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum New York Knicks eru komnir í úrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn í 25 ár, með því að slá út sjálfa meistara Boston Celtics. Sigurdans var stiginn á götum New York borgar í nótt og stjörnurnar fögnuðu ákaft í Madison Square Garden. 17.5.2025 09:37
Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Það er spennandi dagur á sportrásum Stöðvar 2 því þar má finna tímatökuna í Formúlu 1, úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta, PGA-meistaramótið í golfi og fjóra leiki í Bestu deild kvenna. 17.5.2025 07:02
Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sakar forseta FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Ascunsion, höfuðborg Paragvæ. 17.5.2025 07:02