Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sakar forseta FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Ascunsion, höfuðborg Paragvæ. 17.5.2025 07:02
Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni. 16.5.2025 22:59
Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. 16.5.2025 22:31
Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid. 16.5.2025 22:02
Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Lengjudeild karla í fótbolta virðist ætla að fara af stað með spennandi hætti og spennan var í það minnsta mikil í leikjunum þremur í kvöld. 16.5.2025 21:30
Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Chelsea er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og vann dýrmætan 1-0 sigur gegn Manchester United í kvöld þrátt fyrir ansi tilþrifalitla frammistöðu. 16.5.2025 21:02
Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Niðurlæging Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í kvöld þegar liðið tapaði í 21. sinn á þessari leiktíð, 2-0 gegn Aston Villa í Birmingham. 16.5.2025 20:29
Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Íslendingaliðið Melsungen heldur áfram að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta og komst yfir stóra hindrun í kvöld með 29-23 útisigri gegn Hannover-Burgdorf sem situr í 4. sæti deildarinnar. 16.5.2025 20:10
Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Brann í afar svekkjandi jafntefli við Sarpsborg, Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Stefán Ingi Sigurðarson fékk að líta rauða spjaldið. 16.5.2025 18:09
EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Ísland er í riðli með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer frá 15. janúar til 2. febrúar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. 15.5.2025 17:01