Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. 3.4.2025 13:30
Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 3.4.2025 10:32
Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Eftir töpin tvö gegn Kósovó í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar heldur íslenska karlalandsliðið í fótbolta áfram að síga niður heimslistann. 3.4.2025 09:16
„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. 3.4.2025 08:31
Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. 3.4.2025 08:05
Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. 3.4.2025 07:32
Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Keppinautar Víkings geta huggað sig við það að árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna, um verðandi Íslandsmeistara, hefur ekki gengið eftir síðustu ár. 2.4.2025 16:01
Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2.4.2025 13:16
Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. 2.4.2025 13:01
Félögin spá Víkingum titlinum Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir. 2.4.2025 12:49