Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. 15.12.2024 13:22
Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason lagði langmest að mörkum fyrir lið Bilbao Basket í dag en liðið varð að sætta sig við tap gegn Lleida á útivelli, 84-66. 15.12.2024 13:20
Íslandsmet hjá strákunum en Snæfríður missti af sæti í úrslitum Fremsta sundkona landsins, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, var nokkuð frá Íslandsmeti sínu í dag þegar hún lauk keppni á HM í 25 metra laug með sinni aðalgrein, 200 metra skriðsundi. 15.12.2024 12:16
Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fór ásamt aðstoðarmanni sínum John O‘Shea og heimsótti Crumlin-barnaspítalann í Dublin þar sem þeir glöddu börnin með gjöfum fyrir jólin. 15.12.2024 12:01
Úlfastjórinn rekinn Knattspyrnustjórinn Gary O‘Neil hefur verið rekinn úr starfi hjá Wolves. Hann skilur við liðið í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sextán leiki. 15.12.2024 11:33
Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Það er kannski til marks um þá miklu liðsheild sem Þórir Hergeirsson hefur skapað hjá norska landsliðinu að aðeins einn fulltrúi er úr liðinu í stjörnuliði EM kvenna í handbolta sem kynnt var í dag. 15.12.2024 11:22
Segist ekkert hafa rætt við Man. City Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur. 15.12.2024 11:01
Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Lokaþáttur Kanans fer í loftið á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Meðal viðmælenda í kvöld er Keyshawn Woods, fyrrum leikmaður Tindastóls sem lék með liðinu þegar yfir 60 ára bið Skagfirðinga eftir Íslandsmeistaratitlinum lauk. 15.12.2024 09:32
Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Newcastle kom sér aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 4-0 stórsigri gegn Leicester, sem þar með tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Ruud van Nistelrooy. Wolves tapaði 2-1 á heimavelli gegn Ipswich svo dagar Gary O‘Neil gætu verið taldir. 14.12.2024 17:06
Arsenal fann enga leið gegn Everton Arsenal varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Everton í dag, í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 14.12.2024 16:45