Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Niðurlæging Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í kvöld þegar liðið tapaði í 21. sinn á þessari leiktíð, 2-0 gegn Aston Villa í Birmingham. 16.5.2025 20:29
Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Íslendingaliðið Melsungen heldur áfram að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta og komst yfir stóra hindrun í kvöld með 29-23 útisigri gegn Hannover-Burgdorf sem situr í 4. sæti deildarinnar. 16.5.2025 20:10
Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Brann í afar svekkjandi jafntefli við Sarpsborg, Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Stefán Ingi Sigurðarson fékk að líta rauða spjaldið. 16.5.2025 18:09
EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Ísland er í riðli með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer frá 15. janúar til 2. febrúar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. 15.5.2025 17:01
Patrekur verður svæðisfulltrúi Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn sem svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu. 15.5.2025 16:32
Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Í tengslum við leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns en hann tengdist báðum félögum sterkum böndum. 15.5.2025 14:32
Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni. 15.5.2025 11:00
Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum „Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari. 14.5.2025 16:31
Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason yfirgefur Montpellier í sumar eftir að hafa þjónað franska stórliðinu undanfarið í neyðarástandi sem skapaðist í febrúar. 14.5.2025 13:30
Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Ástralinn Rohan Dennis, fyrrverandi heimsmeistari í hjólreiðum, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hafa orðið eiginkonu sinni, Melissu Hoskins, að bana með því að aka bíl yfir hana. 14.5.2025 11:00