„Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Valskonur unnu sætan sigur gegn Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld, 88-79, þrátt fyrir að hafa lent tólf stigum undir í þriðja leikhluta. Hin bandaríska Reshawna Stone átti risastóran þátt í því. 2.10.2025 13:00
Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Antoine Semenyo skoraði hálfótrúlegt mark fyrir Bournemouth um síðustu helgi. „Varnarleikur“ Leedsarans Brenden Aaronson pirraði að sjálfsögðu þá sem ekki eru með Semenyo í sínu Fantasy-liði í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 2.10.2025 12:30
Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson hefur ákveðið að segja skilið við Tindastól, eftir að hafa stýrt fótboltaliðum félagsins í 200 leikjum í meistaraflokki. Ljóst er að spennandi tækifæri gæti beðið hans eftir frábæran árangur við erfiðar aðstæður. 2.10.2025 07:32
Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1.10.2025 22:30
Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. 1.10.2025 15:25
„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. 1.10.2025 14:56
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1.10.2025 13:24
Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson missir aftur af landsleikjum vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október á Laugardalsvelli, í undankeppni HM í fótbolta. 1.10.2025 13:05
Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. 1.10.2025 12:00
Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld José Mourinho var afar vel tekið þegar hann sneri aftur á Stamford Bridge í gær, á blaðamannafund fyrir leik Chelsea og Benfica í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Ég verð alltaf blár,“ sagði Mourinho. 30.9.2025 15:00