„Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur. 3.9.2025 19:24
Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir þátt í því að Erlangen skoraði sex síðustu mörkin og tókst að vinna Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. 3.9.2025 19:00
Sædís kom að dýrmætu marki Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir átti sinn þátt í sigurmarkinu þegar Vålerenga náði að kreista út 1-0 útisigur gegn Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3.9.2025 18:06
Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Eftir að hafa þurft að jafna sig á óhemju sárum töpum um helgina var aftur komið bjart bros á andlit íslensku stuðningsmannanna á EM í körfubolta, í Katowice í dag. Hulda Margrét var á ferðinni og smellti frábærum myndum af fólkinu. 2.9.2025 14:10
EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við EM í dag var í fyrsta skipti í beinni í dag og það frá stuðningsmannasvæðinu fyrir utan Spodek-höllina. 2.9.2025 12:58
Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen, um að reka hann eftir tvo deildarleiki í starfi, algjörlega óvænta og fordæmalausa. 2.9.2025 12:31
Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. 2.9.2025 10:31
Biturðin lak af tilkynningu um Isak Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool. 2.9.2025 09:32
Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Manchester City hefur staðfest brotthvarf brasilíska markvarðarins Ederson og svissneska varnarmannsins Manuel Akanji, við lokun félagaskiptagluggans. 2.9.2025 08:55
Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Pólski framkvæmdastjórinn Piotr Szczerek segist hafa gert „rosaleg mistök“ þegar hann stal derhúfu sem ungur strákur átti að fá að gjöf frá tennisstjörnunni Kamil Majchrzak á US Open. 2.9.2025 08:33
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning