Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða

Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 

Segir lægðina standa stutt yfir og spáir snjó um helgina

Gular viðvaranir skella á í nótt og lægðir ganga yfir landið nú í aðdraganda jóla. Veðurfræðingur segir að óveðrið verði yfirstaðið við fótferðartíma í fyrramálið. Þá spáir hann norðanátt með kólnandi veðri um jólin. 

Vildu ekki greiða at­kvæði um Euro­vision þátt­töku Ís­lands

Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar.

Ikea hættir við­skiptum við Rapyd

Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu.

Ekkert spurst til Navalní og Þór­hildur Sunna krefst upp­lýsinga

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 

Sjá meira