Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea „Þetta er mikill heiður og ég er mjög auðmjúkur að fá tækifæri til að verða stjóri Chelsea,“ segir hinn 41 árs gamli Englendingur Liam Rosenior í samtali við BBC en hann hefur skrifað undir fimm og hálfs árs samning við enska knattspyrnufélagið og tekur við liðinu af Enzo Maresca sem var rekinn á nýársdag. 6.1.2026 18:00
Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Albert Brynjar Ingason setti saman sitt úrvalslið eftir fyrri hlutann í ensku úrvalsdeildinni í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni. Lið hans var skipað af fjórum Arsenal mönnum, þremur leikmaður úr Manchester City, einum úr Manchester United, einum úr Aston Villa, einum úr Sunderland og að lokum einum úr Brentford. 6.1.2026 15:32
Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Tindastóll mætir Sigal Prishtina frá Kósóvó í ENBL-deildinni í kvöld. Ivan Gavrilovic verður ekki með liðinu. Stólarnir millilentu í Istanbúl á leið sinni yfir til Kósóvó en þegar fara átti með liðið í gegnum vegabréfaeftirlitið í landinu fékk einn leikmaður liðsins ekki leyfi til að koma inn í landið. Það er Serbinn Ivan Gavrilovic og mun ástæðan vera pólitísk. 6.1.2026 15:13
Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við höfunda Skaupsins á síðasta ári en þessi árlegi þáttur hefur að þessu sinni heilt yfir fengið verulega góða umsögn af þjóðinni. 6.1.2026 12:01
Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Portúgalinn Ruben Amorim var í dag rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir fjórtán mánuði í starfi. Uppsögnin kemur íslenskum knattspyrnusérfræðingi ekki á óvart en Hjörvar Hafliðason hefur fylgst grannt með liði Manchester United í áratugi. 5.1.2026 19:31
„Þetta er skrýtið fyrir alla“ Knattspyrnumaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur slegið í gegn með toppliði skoska boltans í vetur. Hann gekk óvænt í raðir Hearts um mitt sumar þegar hann var keyptur frá Val. Hearts tapaði gegn Hibernian 2-1 um helgina en er samt sem áður með þriggja stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 30.12.2025 10:30
Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Í síðasta Kviss þætti ársins var farið yfir árið með skemmtilegum hætti. Þar mættu vel valdir gestir og svöruðu spurningum Björns Braga Arnarsonar sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um atburði ársins og oftast eitthvað sem átti sér stað síðustu tólf mánuði. Guðmundur Haukur Guðmundsson var bæði dómari í þættinum og samdi einnig spurningarnar í samvinnu við Björn Braga. 29.12.2025 15:01
Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Íslenskt tónlistarlíf er afar sterkt og fjölbreytt um þessar mundir. Níu af tíu vinsælustu lögum landsins á streymisveitunni Spotify, þau voru íslensk á þessu ári, sem er það mesta síðan streymisveitan fór að taka saman lista þess efnis. Stór hluti þessarar tónlistar fer í gegnum klasann. 23.12.2025 15:03
Saga jarðaði alla við borðið Á föstudagskvöldið fór í loftið sérstök hátíðarútgáfa Bannað að hlæja á Sýn. Þar mætti stórskotalið sem gestir í matarboði Auðuns Blöndal. Þau Saga Garðars, Ari Eldjárn, Bassi Maraj, Sveppi og Vala Kristín Eiríksdóttir létu sjá sig og kepptu sín á milli. 22.12.2025 15:02
Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðadúnsbóndi landsins. Fyrirtækið hans, Icelandic Eider, hefur verið að gera gott mót í útivistarklæðnaði sem reiðir sig á æðadúninn. Garpur Ingason Elísabetarson kíkti í heimsókn í þessa merkilegu framleiðslu í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. 19.12.2025 15:03