Enginn greindist með veiruna innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 3.3.2021 10:58
Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3.3.2021 10:34
„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3.3.2021 08:10
Tveir handteknir vegna líkamsárása í nótt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás klukkan 00:39. Segir í dagbók lögreglu að um minniháttar hafi verið að ræða. Einn maður var handtekinn vegna málsins og gistir hann fangageymslu. 3.3.2021 07:20
Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa. 3.3.2021 06:47
Tveir snarpir skjálftar í nótt Eftir smá hlé síðdegis í gær og gærkvöldi frá öflugum skjálftum í jarðskjálftahrinunni sem nú skekur Reykjanesskagann vöknuðu ef til vill einhverjir íbúar suðvesturhornsins við tvo snarpa skjálfta sem urðu í nótt. 3.3.2021 06:14
„Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2.3.2021 12:16
Íslendingar þurfi að vera meira vakandi fyrir veikingu hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn „Það hafa allar rannsóknir sýnt það hér á landi að meðalhitinn hér er nátengdur hitastiginu í sjónum. Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hitafar hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum af því að við erum eyja úti á miðju Atlantshafi. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast mjög vel með allri umræðu sem á sér stað um þetta og öllum rannsóknum og leggja okkar að mörkum til þess að auka hér vöktun og mælingar.“ 2.3.2021 09:00
Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2.3.2021 08:28
Veðrið með rólegra móti miðað við árstíma Í dag er útlit fyrir suðaustan golu eða kalda sunnan heiða með dálítilli rigningu eða slyddu. Þá bætir í úrkomu eftir hádegi og er spáð eitt til sex stiga hita. 2.3.2021 07:07