Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24.2.2021 11:01
Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24.2.2021 10:00
Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24.2.2021 07:55
Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. 24.2.2021 07:07
Ein líkamsárás í miðbænum og önnur í Mosfellsbæ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás miðbænum laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. 24.2.2021 06:16
150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23.2.2021 12:45
Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“ 23.2.2021 08:49
Ökumaður og farþegar grunaðir um brot á vopnalögum Alls voru sex ökumenn stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. 23.2.2021 06:39
Tillögur að tilslökunum ræddar í ríkisstjórn Fastlega er búist við því að tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands verði ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Einnig má gera ráð fyrir að tillögur hans að tilhögun skólastarfs verði ræddar. 23.2.2021 06:25
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22.2.2021 09:12