Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. 4.1.2021 10:12
Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4.1.2021 08:23
Ákveðinn útsynningur ræður ríkjum í veðrinu Ákveðinn útsynningur mun ráða ríkjum í veðrinu í dag og mun ganga á með dálitlum skúrum eða éljum á vestandverðu landinu. Eystra helst þó að mestu leyti bjart að því er segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands. 4.1.2021 06:59
Ekki lengur rafmagnslaust á Vesturlandi Viðgerð vegna bilunar á Hrútatungulínu 1 við tengivirkið á Vatnshömrum lauk um hálf tvö í nótt og rafmagn var komið á allt kerfið skömmu síðar. 4.1.2021 06:37
Varað við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum borgarinnar í dagbók sinni í morgun. 4.1.2021 06:22
Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31.12.2020 09:00
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30.12.2020 08:21
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30.12.2020 07:18
Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30.12.2020 06:54
Hávaði og ónæði vegna flugelda um allt höfuðborgarsvæðið Mikið var um tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna hávaða eða ónæði vegna flugelda sprenginga. Bárust tilkynningar úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins að því er segir í dagbók lögreglu. 30.12.2020 06:33