22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. 10.12.2020 07:55
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10.12.2020 06:48
Snarpur skjálfti við Reykjanestá Skömmu eftir miðnætti í nótt eða klukkan 00:08 varð jarðskjálfti að stærð 3,5 sex kílómetra austnorðaustur af Reykjanestá. 10.12.2020 06:21
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9.12.2020 10:18
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9.12.2020 09:06
Færð getur spillst á fjallvegum á Austfjörðum Það verður hægt vaxandi norðaustlæg átt á landinu í dag. Það fer að snjóa austanlands og síðar einnig norðvestan auk þess sem það er spáð rigningu syðst en annars úrkomulitlu veðri. 9.12.2020 06:52
Fluttur á slysadeild eftir fall af rafskútu Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slys í Hlíðahverfi. 9.12.2020 06:29
Rætt við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. 8.12.2020 10:22
Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. 8.12.2020 10:08
Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8.12.2020 08:20