Hlýnar ört í veðri Það verður hæg suðaustlæg átt á landinu í dag og dálítil slydda eða snjókoma með köflum en spáð er rigningu við suðurströndina og hita í kringum frostmark að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hægara veður og bjartviðri austan til en talsvert frost. 8.12.2020 07:20
Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8.12.2020 06:52
Sauma þurfti sex spor í andlit manns eftir slagsmál í Hlíðunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í Hlíðahverfi klukkan hálftólf í gærkvöldi. 8.12.2020 06:28
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7.12.2020 12:20
Segir faraldurinn á góðri niðurleið en fara þurfi mjög hægt í tilslakanir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir helgina hafa verið nokkuð góða hvað varðar nýgreiningar kórónuveirusmita. Þróunin sé jákvæð en hann minnir á að færri sýni voru tekin um helgina en dagana á undan. 7.12.2020 11:38
Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 7.12.2020 10:52
Hræddastur við að fólk haldi að þetta sé búið og sleppi fram af sér beislinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst hræddastur við að fólk haldi nú að baráttunni við Covid-19 sé lokið og leyfi sér því að slaka á í samræmi við það. Hann segir baráttunni alls ekki lokið og ekki sé hægt að sleppa fram af sér beislinu. 7.12.2020 08:02
Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7.12.2020 06:43
„Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ánægjulegt að allir þeir tólf sem greindust með veiruna innanlands í gær hafi verið í sóttkví. 4.12.2020 11:47
Búið að opna Súðavíkurhlíð og Holtavörðuheiði Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð eftir að hún varð ófær seint í gærkvöldi vegna snjóflóðs. Þó er enn óvissustig á veginum vegna snjóflóðahættu. 4.12.2020 08:20